Hún er bara fjórtán

Maður heyrir þetta stundum ,,Hún er bara fjórtán ára.'' Síðan næstu stundina heyrir maður ,,Þú ert orðin fjórtán ára og nógu gömul..!'' og svo næst: ,,Þú ert fjórtán og allt of gömul til að...''
Maður er eiginlega ungur eða gamall eftir því hvað þeim fullorðnu hentar hverju sinni. Stundum er ég of ung, svo of gömul, nógu gömul og alls konar þannig. Stundum er ég ung, stundum gömul en ég samt er ég alltaf fjórtán. Gaman að þessu.

Mér finnst alltaf svo skrítið þegar fólk kallar mig og mína jafnaldra börn. Mér finnst við ekki vera börn lengur, við erum unglingar. Börn fyrir mér eru frá 5-12 ára. 0-1 árs eru ungabörn og 2-4 eru smábörn. Og 13-19 eru unglingar og 20+ er fullorðið fólk. Þannig finnst mér persónulega það vera. Þannig að ég fell ekki lengur undir hópinn ''börn''. Finnst mér.

kv.
Kata poppstjarna Smile


Just Dance

Hæ hæ!
Ég er ekki neinn súper aðdáandi Lady Gaga og hlusta ekki mikið á hennar lög en hérna er uppáhaldslagið mitt með henni: Just Dance.

 Njótið! Ég elska þetta lag Grin Ég var bara rétt í þessu að hlusta á það á youtube og láta mér leiðast svo ég ákvað að henda því hér inn. Þið lesendur ráðið samt hvort þið nennið að hlusta eða ekki. :)

Annars þá er ég fín. Það er svosem lítið að gerast í kringum mig fyrir utan stórt próf sem ég mun taka bráðum. Það er mjög mikilvægt að ég nái því. Það er ekki laust við að ég sé frekar stressuð. En ég verð að ná því ef ég ætla einhvern tíma að verða tónlistarmaður. Svoleiðis er það nú.

Ég á mér ekkert uppáhalds lag. Ég var að fatta það núna í dag þegar vinkona mín spurði mig hvað væri uppáhalds lagið mitt. Ég á mér uppáhalds hljómsveit samt. Ég á mér mörg uppáhaldslög, ég á uppáhaldslög hjá hinum og þessum hljómsveitum og tónlistarmönnum en ekkert eitt sérstaklega.
Eins og Just Dance er uppáhalds lagið mitt með Lady Gaga.

Haha, ég man þegar ég var í leikskóla og þá voru uppáhalds lögin mín Lagið um það sem er bannað, prumpulagið og kolakassalagið. Ég hafði mjög góðan tónlistarsmekk.

Það er frekar fyndið, það er eins og enginn vilji skoða bloggið manns ef það er ekkert sérstakt við mann. Svona eitthvað óvenjulegt sem fólk annaðhvort vorkennir manni svakalega fyrir eða fólk öfundar mann af. Eða það er bara eitthvað mjög forvitnilegt við mann. Eða maður hugsar ekki um annað en pólitík. Ég held að ég sé nú ekkert af þessu. Það þarf ekki að vorkenna mér fyrir neitt (sem ég er mjög ánægð með), það þarf ekkert endilega að öfunda mig yfir neinu séstöku held ég, og ég er ekki mjög forvitnileg heldur, ég er bara rosalega venjuleg. Ekkert sérstakari en aðrir neitt. Sem er nú bara mjög fínt. Það eru bara flestir venjulegt fólk sko.  En hver veit, kannski vill einhver lesa þetta af því að ég er venjuleg. Smile Aldrei að segja aldrei. En samt er mér svosem sama hvort það eru margir að skoða þetta eða ekki. Ég vona bara að þeir sem að eru að skoða þetta blogg mitt finnist það ekki neitt hundleiðinlegt.

Ég öfunda samt ekki fólk sem er mjög frægt, það er pottþétt frekar erfitt. Og sumir verða hreinlega klikkaðir á því. Ég hef samt engar áhyggjur af þeim sem ég þekki. Ég þekki bara almennilegt fólk. Allavega núna. Ég hef alveg kynnst leiðinlegu fólki. En ég þekki þau ekki lengur. Ég held að ég geti orðað það þannig.

En bless!

kv.
Kata! :P


Minns finnst þinns skemmtilegur...

Muna allir eftir þessu? Í leikskóla þegar maður var að leika í þykjustuleik, þá sagði maður alltaf ''minns'' og ''þinns''. Minns er að fara út í búð á meðan þinns sópar gólfið...
Núna er minns að blogga og þinns er ekki búinn að koma og skoða bloggið mitt. Angry
Komdu og skoðaðu bloggið mitt!
Kannski þarf að vera eitthvað sérstakt til að það yrði spennandi. Til dæmis ef ég þekkti einhverjar rosa frægar stórstjörnu manneskjur , eða ég væri sjálf rosa fræg stórstjarna, eða kannski bæði í einu. Er það ekki yfirleitt þannig? Wink
En svo þið vitið, þá þekki ég sko alveg nokkra fræga, í alvörunni. Þau eru samt ekkert eitthvað súper dúper fræg eins og Lady Gaga, Rihanna eða neitt þannig. Þau eru samt vel fræg hér á Íslandi, og eru meira segja að verða soldið fræg í útlöndum líka. Útlöndum og Ameríku. Kannski vitið þið um hverja ég er að tala?  Svo jabb. Ég þekki alveg einhverja fræga. Nú hlýtur að vera orðið spennandi að lesa poppstjörnu bloggið mitt, ekki satt? Því nú vitið þið (sem lesa) að ég þekki fræga í alvörunni.

Af hverju finnst samt öllum frægt fólk vera svo mikilvægt að það fer að öskra og grenja ef þeir hitta það, (þá er ég að tala um Hollywood frægt fólk) ? Því það er ekkert mikilvægara en allir aðrir. Sumir myndu kannski segja að Justin Bieber sé merkilegasta og besta manneskja í heimi...
Ja, ég efast ekki um að hann sé fínn strákur en mér finnst vinir mínir og fjölskylda mikilvægari. Mér finnst vinkonur mínar, systur mínar og foreldrar mínir vera besta fólk í heimi og mér þykir vænst um þau. Og hundinn minn líka, mér þykir mjög vænt um hann. 

Og við erum líka öll stórstjörnur í okkar eigin lífi!

En í mínu lífi flokka ég mig sem poppstjörnu af því ég elska poppkorn. 

Vonandi veistu það, lesandi minn góður, að þú ert stórstjarna og alveg jafn mikilvæg/ur og Justin Bieber eða Beyoncé og allir þessu frægu. Og um leið veistu líka vonandi að þau eru líka jafn mikilvæg og þú.

Stjörnukveðja,
Kata poppstjarna Grin

 


Í ólagi

Það er eitthvað í ólagi með að birta uppköstin hérna. Kannski kemur það núna.
Annars þá er ég fín. Nei það er bara eitthvað í ólagi með síðuna sjálfa.
En ég lofa að ég mun einhvern tíma bráðum breyta útlitinu á þessari síðu, þetta er ekki mjög flott útlit.

Kv.
Kata


Blogg?

Af hverju er þetta kallað blogg endilega? Veit það einhver? Ef ég mætti ráða myndi þetta vera kallað einhverju öðru nafni, eins og til dæmis...eitthvað...ég veit það ekki hehe. Wink
Mitt ''blogg'' allavega heitir Poppstjarna...ætli ég gæti búið mér til nýtt orð yfir að blogga? Eins og...að stjarnast, eða...æ, vá, ég veit það ekki, haha. Smile

Af mér er bara að frétta að ég er hér að ''stjarnast'' á poppstjörnublogginu mínu. Ég fór eins og venjulegir krakkar í skólann að taka próf og læra stærðfræði. Alveg finnst mér það merkilegt að sumum finnist stærðfræði skemmtileg! Mér finnst stærðfræði ekki skemmtileg, bara svona lala, í lagi. Ég er enginn stærðfræðinörd en samt ókei í þessu. Ég fæ ekkert lágar einkunnir í stærðfræði en ég væri alveg til í að fá hærri.

En já, takk fyrir mig og eigðu góða viku!
kv.
Kata


Fyrsta bloggið

Og hér er fyrsta bloggið á þessari síðu. Smile
Ég er 14 ára stelpa og ég heiti Kata. Það er eiginlega allt sem þú þarft að vita. Ef þú þarft þá einu sinni að vita það. Ég hef átt blogg áður, en svo hætti ég að nenna að skrifa svo ég eyddi síðunni. En svo var ég forvitin að prófa aftur og ákvað að búa til nýja vefsíðu og hér er hún. Ég finn að ég saknaði þess pínu að skrifa. Það er kósý að setjast niður fyrir framan tölvuna og skrifa nokkrar línur. Ég ætla samt ekki að hafa þetta blogg neitt persónulegt. Þá meina ég að ég ætla ekki að setja eitthvað mjög persónulegar upplýsingar og þannig dót af því að ég ætla að hafa það opið. Ég er forvitin að sjá hvort einhverjir muni nenna að lesa það sem ég skrifa. Ég skal ekki vera leiðinlegur skrifari. Ef skrifari er þá orð. Smile

En um mig sem persónu, þá er ég bara held ég nokkuð hress stelpa, ég elska að lifa og leika mér. Grin
Ég er algjör penni og elska að skrifa. Og ég elska tónlist. Það eru margir hlutir sem ég elska. :)

Vonandi kunnið þið að meta bloggið! Grin

kv.
Kata


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband