Fyrsta bloggið

Og hér er fyrsta bloggið á þessari síðu. Smile
Ég er 14 ára stelpa og ég heiti Kata. Það er eiginlega allt sem þú þarft að vita. Ef þú þarft þá einu sinni að vita það. Ég hef átt blogg áður, en svo hætti ég að nenna að skrifa svo ég eyddi síðunni. En svo var ég forvitin að prófa aftur og ákvað að búa til nýja vefsíðu og hér er hún. Ég finn að ég saknaði þess pínu að skrifa. Það er kósý að setjast niður fyrir framan tölvuna og skrifa nokkrar línur. Ég ætla samt ekki að hafa þetta blogg neitt persónulegt. Þá meina ég að ég ætla ekki að setja eitthvað mjög persónulegar upplýsingar og þannig dót af því að ég ætla að hafa það opið. Ég er forvitin að sjá hvort einhverjir muni nenna að lesa það sem ég skrifa. Ég skal ekki vera leiðinlegur skrifari. Ef skrifari er þá orð. Smile

En um mig sem persónu, þá er ég bara held ég nokkuð hress stelpa, ég elska að lifa og leika mér. Grin
Ég er algjör penni og elska að skrifa. Og ég elska tónlist. Það eru margir hlutir sem ég elska. :)

Vonandi kunnið þið að meta bloggið! Grin

kv.
Kata


Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband