13.2.2012 | 14:44
Blogg?
Af hverju er þetta kallað blogg endilega? Veit það einhver? Ef ég mætti ráða myndi þetta vera kallað einhverju öðru nafni, eins og til dæmis...eitthvað...ég veit það ekki hehe.
Mitt ''blogg'' allavega heitir Poppstjarna...ætli ég gæti búið mér til nýtt orð yfir að blogga? Eins og...að stjarnast, eða...æ, vá, ég veit það ekki, haha.
Af mér er bara að frétta að ég er hér að ''stjarnast'' á poppstjörnublogginu mínu. Ég fór eins og venjulegir krakkar í skólann að taka próf og læra stærðfræði. Alveg finnst mér það merkilegt að sumum finnist stærðfræði skemmtileg! Mér finnst stærðfræði ekki skemmtileg, bara svona lala, í lagi. Ég er enginn stærðfræðinörd en samt ókei í þessu. Ég fæ ekkert lágar einkunnir í stærðfræði en ég væri alveg til í að fá hærri.
En já, takk fyrir mig og eigðu góða viku!
kv.
Kata
Athugasemdir
Upphaflega var þetta callað web-log eða vef-skrá.
Weblog var síðan stytt í blog og íslenska tökuorðið blogg þaðan komið.
Flestum þykir stærðfræði flókin. Hugtökin eru líka ótalmörg.
En stærðfræði nýtist í fjölmarga hluti sem og þá staðreynd
að hún er einskonar alþjóðlegt tungumál meðal lærðra.
Hiku, 22.2.2012 kl. 21:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.