14.2.2012 | 14:30
Minns finnst þinns skemmtilegur...
Muna allir eftir þessu? Í leikskóla þegar maður var að leika í þykjustuleik, þá sagði maður alltaf ''minns'' og ''þinns''. Minns er að fara út í búð á meðan þinns sópar gólfið...
Núna er minns að blogga og þinns er ekki búinn að koma og skoða bloggið mitt.
Komdu og skoðaðu bloggið mitt!
Kannski þarf að vera eitthvað sérstakt til að það yrði spennandi. Til dæmis ef ég þekkti einhverjar rosa frægar stórstjörnu manneskjur , eða ég væri sjálf rosa fræg stórstjarna, eða kannski bæði í einu. Er það ekki yfirleitt þannig?
En svo þið vitið, þá þekki ég sko alveg nokkra fræga, í alvörunni. Þau eru samt ekkert eitthvað súper dúper fræg eins og Lady Gaga, Rihanna eða neitt þannig. Þau eru samt vel fræg hér á Íslandi, og eru meira segja að verða soldið fræg í útlöndum líka. Útlöndum og Ameríku. Kannski vitið þið um hverja ég er að tala? Svo jabb. Ég þekki alveg einhverja fræga. Nú hlýtur að vera orðið spennandi að lesa poppstjörnu bloggið mitt, ekki satt? Því nú vitið þið (sem lesa) að ég þekki fræga í alvörunni.
Af hverju finnst samt öllum frægt fólk vera svo mikilvægt að það fer að öskra og grenja ef þeir hitta það, (þá er ég að tala um Hollywood frægt fólk) ? Því það er ekkert mikilvægara en allir aðrir. Sumir myndu kannski segja að Justin Bieber sé merkilegasta og besta manneskja í heimi...
Ja, ég efast ekki um að hann sé fínn strákur en mér finnst vinir mínir og fjölskylda mikilvægari. Mér finnst vinkonur mínar, systur mínar og foreldrar mínir vera besta fólk í heimi og mér þykir vænst um þau. Og hundinn minn líka, mér þykir mjög vænt um hann.
Og við erum líka öll stórstjörnur í okkar eigin lífi!
En í mínu lífi flokka ég mig sem poppstjörnu af því ég elska poppkorn.
Vonandi veistu það, lesandi minn góður, að þú ert stórstjarna og alveg jafn mikilvæg/ur og Justin Bieber eða Beyoncé og allir þessu frægu. Og um leið veistu líka vonandi að þau eru líka jafn mikilvæg og þú.
Stjörnukveðja,
Kata poppstjarna
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.