21.3.2012 | 15:24
Just Dance
Hæ hæ!
Ég er ekki neinn súper aðdáandi Lady Gaga og hlusta ekki mikið á hennar lög en hérna er uppáhaldslagið mitt með henni: Just Dance.
Njótið! Ég elska þetta lag Ég var bara rétt í þessu að hlusta á það á youtube og láta mér leiðast svo ég ákvað að henda því hér inn. Þið lesendur ráðið samt hvort þið nennið að hlusta eða ekki. :)
Annars þá er ég fín. Það er svosem lítið að gerast í kringum mig fyrir utan stórt próf sem ég mun taka bráðum. Það er mjög mikilvægt að ég nái því. Það er ekki laust við að ég sé frekar stressuð. En ég verð að ná því ef ég ætla einhvern tíma að verða tónlistarmaður. Svoleiðis er það nú.
Ég á mér ekkert uppáhalds lag. Ég var að fatta það núna í dag þegar vinkona mín spurði mig hvað væri uppáhalds lagið mitt. Ég á mér uppáhalds hljómsveit samt. Ég á mér mörg uppáhaldslög, ég á uppáhaldslög hjá hinum og þessum hljómsveitum og tónlistarmönnum en ekkert eitt sérstaklega.
Eins og Just Dance er uppáhalds lagið mitt með Lady Gaga.
Haha, ég man þegar ég var í leikskóla og þá voru uppáhalds lögin mín Lagið um það sem er bannað, prumpulagið og kolakassalagið. Ég hafði mjög góðan tónlistarsmekk.
Það er frekar fyndið, það er eins og enginn vilji skoða bloggið manns ef það er ekkert sérstakt við mann. Svona eitthvað óvenjulegt sem fólk annaðhvort vorkennir manni svakalega fyrir eða fólk öfundar mann af. Eða það er bara eitthvað mjög forvitnilegt við mann. Eða maður hugsar ekki um annað en pólitík. Ég held að ég sé nú ekkert af þessu. Það þarf ekki að vorkenna mér fyrir neitt (sem ég er mjög ánægð með), það þarf ekkert endilega að öfunda mig yfir neinu séstöku held ég, og ég er ekki mjög forvitnileg heldur, ég er bara rosalega venjuleg. Ekkert sérstakari en aðrir neitt. Sem er nú bara mjög fínt. Það eru bara flestir venjulegt fólk sko. En hver veit, kannski vill einhver lesa þetta af því að ég er venjuleg. Aldrei að segja aldrei. En samt er mér svosem sama hvort það eru margir að skoða þetta eða ekki. Ég vona bara að þeir sem að eru að skoða þetta blogg mitt finnist það ekki neitt hundleiðinlegt.
Ég öfunda samt ekki fólk sem er mjög frægt, það er pottþétt frekar erfitt. Og sumir verða hreinlega klikkaðir á því. Ég hef samt engar áhyggjur af þeim sem ég þekki. Ég þekki bara almennilegt fólk. Allavega núna. Ég hef alveg kynnst leiðinlegu fólki. En ég þekki þau ekki lengur. Ég held að ég geti orðað það þannig.
En bless!
kv.
Kata! :P
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.